Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert um óhöpp um helgina
Mánudagur 1. október 2012 kl. 11:06

Talsvert um óhöpp um helgina

Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undir og um helgina. Karlmaður á fimmtugsaldri ók bifreið sinni upp á hringtorg í Njarðvík og sat hún þar föst í grjóti. Hringja þurfti eftir dráttarbíl til að losa hana. Enn fremur rákust tveir bílar saman í Njarðvík. Slys urðu engin á fólki. Þá valt bíll á Reykjanesbraut við Voga.

Tveir voru í honum og slösuðust þeir ekki alvarlega. Tvítugur karlmaður missti stjórn á bíl sínum á Bláalónsvegi þegar hann var að stilla útvarpið. Bíllinn hafnaði utan vegar og skemmdist nokkuð.Loks missti ökumaður bifhjóls í Keflavík stjórn á því með þeim afleiðingum að hjólið féll í jörðina. Ökumaðurinn marðist en slapp að öðru leyti ómeiddur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024