Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert um óhöpp í umferðinni
Föstudagur 22. nóvember 2013 kl. 11:20

Talsvert um óhöpp í umferðinni

Nokkuð var um minni háttar umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ökumaður sem ók Reykjanesbraut missti stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði á staur. Í ljós kom að bifreiðin var ótryggð og voru skráningarmerkin því fjarlægð af henni. Ökumanninum og farþega í bílnum var ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Þriggja bíla árekstur varð í Njarðvík, þar sem bifreið var ekið aftan á kyrrstæða og mannlausa bifreið, sem við það kastaðist á þriðju bifreiðina, sem einnig var kyrrstæð og mannlaus. Þá var lyftara bakkað á olíuflutningabifreið í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við Orkuna í Njarðvík var bifreið með aftanívagn bakkað á ljósastaur og annar ökumaður missti vald á bifreið sinni við Vogaafleggjara með þeim afleiðingum að bíllinn sat fastur í snjó milli akbrauta.

Loks var lögreglu tilkynnt um afstungu, þar sem ekið hafði verið á mannlausa bifreið í Njarðvík og tjónvaldur ekki gert vart við sig.