Mánudagur 7. júní 2004 kl. 09:59
Talsvert um hraðakstur
Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík um helgina. Um tugur ökumanna var stöðvaður á hraða sem er talsvert umfram 100 km. á klst. Þá voru þrír teknir fyrir stöðvunarskyldubrot og tveir voru grunaðir um ölvun við akstur.