Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert um fíkniefnaakstur
Þriðjudagur 21. janúar 2014 kl. 07:07

Talsvert um fíkniefnaakstur

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Í gærkvöld hafði lögregla afskipti af karlmanni á fertugsaldri í akstri sem viðurkenndi neyslu fíkniefna og framvísaði kannabisefni.

Áður hafði karlmaður um þrítugt verið stöðvaður. Hann reyndist bæði undir áhrifum áfengis, svo og kannabis og amfetamíns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kona, einnig um þrítugt, viðurkenndi neyslu á kannabis þegar akstur hennar var stöðvaður. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hún hún hafði neytt slíks efnis, auk ópíumefnis og amfetamíns. Loks framvísaði farþegi í fjórðu bifreiðinni, sem lögregla stöðvaði, hvítu fíkniefni.