Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Talsvert tjón í veðurofsanum
Öryggisgirðing við Keflavíkurflugvöll lagðist á hliðina undan veðurofsanum. Aðskotahlutur fauk framhjá þegar ljósmyndarinn smellti af þessari mynd. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 11. nóvember 2013 kl. 10:19

Talsvert tjón í veðurofsanum

Talsvert var um foktjón á Suðurnesjum í óveðrinu sem gekk yfir í gær. Járngrind fauk um koll og hafnaði á bifreið í Njarðvík. Þá losnaði skilti í Keflavík og fauk á bifreið. Loks fauk járnplata á bifreið, einnig í Keflavík. Bílarnir skemmdust umtalsvert, því þeir voru rispaðir, dældaðir eða um rúðubrot að ræða eftir að fjúkandi  hlutirnir höfðu skollið á þeim.

Loks losnaði trampolín í Einidal, en lögreglumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að stöðva það áður en það tókst á loft.



Skæðadrífa af frauðplasti hafnaði m.a. á þessari girðingu á Ásbrú í veðrinu í gærdag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024