Talsvert magn fíkniefna fannst við handtöku og húsleit
Í gærmorgun stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar í Reykjanesbæ en í bifreiðinni reyndust vera aðilar sem lögreglumenn þekktu úr fíkniefnaheiminum. Fólkið var handtekið og fundust meint fíkniefni í bifreiðinni sem og á einum þeirra aðila sem í henni var.
Húsleit var síðan gerð hjá einum aðilanna og fundust þar um 50 grömm af ætluðu amfetamíni. Við húsleitina urðu lögreglumenn að handtaka aðila sem þar dvaldi en sá meinaði lögreglu inngöngu. Sá er einnig kunnur úr fíkniefnaheiminum og var hann færður til lögreglustöðvar. Síðar þegar leitað var í herbergi hans fundust þar um 5 grömm af ætluðu hassi.
Málið telst upplýst og var fólkið frjálst ferða sinna að loknum yfirheyrslum. Fólk þetta var á aldrinum frá 17 til 23 ára.
Húsleit var síðan gerð hjá einum aðilanna og fundust þar um 50 grömm af ætluðu amfetamíni. Við húsleitina urðu lögreglumenn að handtaka aðila sem þar dvaldi en sá meinaði lögreglu inngöngu. Sá er einnig kunnur úr fíkniefnaheiminum og var hann færður til lögreglustöðvar. Síðar þegar leitað var í herbergi hans fundust þar um 5 grömm af ætluðu hassi.
Málið telst upplýst og var fólkið frjálst ferða sinna að loknum yfirheyrslum. Fólk þetta var á aldrinum frá 17 til 23 ára.