Talsverð virkni norðurljósa í kvöld
– Verður götulýsing á Garðskaga slökkt í kvöld?
Aðstæður til norðurljósaskoðunar eiga að vera góðar á Reykjanesskaganum í kvöld. Heiðskírt verður og samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands verður talsverð virkni í norðurljósum í kvöld en fer minnkandi þegar líður á vikuna.
Vinsælt er að safnast saman t.d. á Garðskaga og við Valahnjúk á Reykjanesi til að skoða norðurljósin. Ljósin er best að skoða þar sem ekki er ljósmengun af götulýsingu.
Í kvöld væri t.d. alveg kjörið að slökkva á götulýsingu á Garðskaga til að auka upplifun við norðurljósaskoðun þar.