Talsverð rigning í fyrramálið

Veðurstofan gerir ráð fyrir hvössum vindi í fyrramálið og talsverðri rigningu þegar lægð kemur upp á Reykjanesi snemma í fyrraálið.
 
Talsverð rigning verður í fyrramálið. Breytileg átt 5-10 eftir hádegi á morgun og skúrir. Hiti 3 til 9 stig. Þar sem haustlaufin eru farin að falla er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum þar sem vatn getur safnast fyrir og valdið tjóni.