Talsverð ölvun í nótt
Talsverð ölvun var og erill á næturvakt lögreglunnar í Keflavík og þurfti einn að gista fangageymslur vegna ölvunar.
Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur og annar var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Hann mældist á 118 km hraða en leyfður hámarkshraði er 90 km.
Þá voru skráningarnúmer tekin af einni bifreið vegna vanbúnaðar og vanrækslu á að mæta til skoðunar og einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur og annar var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Hann mældist á 118 km hraða en leyfður hámarkshraði er 90 km.
Þá voru skráningarnúmer tekin af einni bifreið vegna vanbúnaðar og vanrækslu á að mæta til skoðunar og einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti.