Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 17. febrúar 2004 kl. 11:02

Talsverð afskipti af ökumönnum

Lögreglan í Keflavík hafði í gær talsverð afskipti af ökumönnum vegna umferðarlagabrota af ýmsu tagi. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi. Mældist hraði hans 119 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir að flytja tvo farþega á palli vörubifreiðar. Einn ökumaður kærður fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis.
Einn var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.  Mældur hraði 112 km þar sem hámarkshraði er 90 km.  Annar var kærður fyrir hraðakstur á Njarðarbraut á móts við Grænásveg.  Mældur hraði var 87 km þar sem hámarkshraði er 50 km. Fimm ökumenn voru áminntir fyrir vanbúnað á ljósabúnaði bifreiða þeirra. Eigandi einnar bifreiðar var kærður fyrir vanrækslu á aðalskoðun bifreiðar sinnar. 
Einn ökumaður var kærður í nótt fyrir stöðvunarskyldubrot.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024