Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taldi að löggan mætti ekki stöðva sig aftur í dópakstri
Lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni.
Föstudagur 27. september 2013 kl. 11:14

Taldi að löggan mætti ekki stöðva sig aftur í dópakstri

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni tvo ökumenn  vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða tvítuga konu og rúmlega tvítugan karlmann. Sýnatökur á lögreglustöð leiddu í ljós að bæði höfðu þau neytt kannabisefna.

Karlmaðurinn brást mjög illa við afskipum lögreglu. Ástæðan var sú, að hann hafði verið handtekinn fáeinum dögum áður, einnig fyrir fíkniefnaakstur, og taldi að ekki mætti stöðva sig aftur fyrir sama hlutinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024