Takmörkuð áhrif á umhverfi vegna lagningu háspennulínu
Hitaveita Suðurnesja hefur nýlega birt niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum sem fyrirhugaðar eru vegna breytingar á legu á 220 kV háspennulínu á Reykjanesi. Háspennulína þessi flytur rafmagn frá Reykjanesvirkjun.
Megin áhersluatriði skýrslunnar er að meta áhrif framkvæmdarinnar á: landslag og sjónræna þætti, jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. laga um náttúruvernd, svæði sem eru á náttúruminjaskrá frá 1996 og náttúruverndaráætlun 2004-2008, útivist og ferðamennsku.
Hitaveita Suðurnesja hafði áður látið meta umhverfisáhrif við allar háspennulínur sem fyrirhugaðar voru. Þá hafði staðsetning stöðvarhús Reykjanesvirkjunar og tengivirkis ekki verið endanlega ákveðin.
Valið liggur á milli tveggja leiða. Valkostur1 er 220 kV loftlína sem liggja myndi frá norðurenda Sýrfells að aðveitustöð. Valkostur 2 er að leggja 220 kV loftlínu meðfram Sýrfelli austanverðu að enda Sýrfellsdraga og að leggja 220kV jarðstreng þaðan að aðveitustöð.
Í kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að valkostur 1 kosti um 60 milljónir en valkostur 2 kostar um 230 til 250 milljónir króna. Mismunurinn er því um 150-170 milljónir króna.
Í skýrslunni kemur fram að áhrif vegna beins rasks á hrauni og jarðmyndunum vegna línuvega meðfram loftlínum beggja valkosta verða minniháttar. Hins vegar mun landslagið í kringum svæðið breytast talsvert. Valkostur 1 breytir ásýnd svæðisins sem séð er frá Stampagígum og nokkuð frá Bæjarfelli. Lítil breyting verður á útsýni frá Valahnjúki, Gunnuhver og þjóðveginum austan Sýrfells. Valkostur 2 breytir landslagi einnig nokkuð séð frá þjóðveginum, lítið frá Valahnjúk, Bæjarfelli og Stampagígum og ekki frá Gunnuhver. Þessi áhrif eru talin afturkræf og umfang þeirra í heildina munu ekki valda miklum breytingum á landslaginu.
Gerð var könnun meðal ferðaþjónustuaðila sem ferðast með ferðamenn um Reykjanesið. Með hliðsjón af henni er það mat framkvæmdaraðila að breyting á legu háspennulínunnar mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustu á svæðinu. Á kynningarfundi Hitaveitu Suðurnesja um skýrsluna var gagnrýnt nokkuð að ekki nema tvö af þeim sjö fyrirtækjum sem könnunin var lögð fyrir voru af Suðurnesjum.
Að mati framkvæmdaraðila mun breyting á legu línunnar meðfram austanverðu Sýrfelli
vestur fyrir fellið ekki breyta þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar við skráningu svæðisins á náttúruminjaskrá og náttúruverndaráætlun.
Mat á umhverfisáhrifum er því að breyting á legu háspennulínunnar, hvort heldur valin verður valkostur 1 eða valkostur 2, hefur ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.
Megin áhersluatriði skýrslunnar er að meta áhrif framkvæmdarinnar á: landslag og sjónræna þætti, jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. laga um náttúruvernd, svæði sem eru á náttúruminjaskrá frá 1996 og náttúruverndaráætlun 2004-2008, útivist og ferðamennsku.
Hitaveita Suðurnesja hafði áður látið meta umhverfisáhrif við allar háspennulínur sem fyrirhugaðar voru. Þá hafði staðsetning stöðvarhús Reykjanesvirkjunar og tengivirkis ekki verið endanlega ákveðin.
Valið liggur á milli tveggja leiða. Valkostur1 er 220 kV loftlína sem liggja myndi frá norðurenda Sýrfells að aðveitustöð. Valkostur 2 er að leggja 220 kV loftlínu meðfram Sýrfelli austanverðu að enda Sýrfellsdraga og að leggja 220kV jarðstreng þaðan að aðveitustöð.
Í kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að valkostur 1 kosti um 60 milljónir en valkostur 2 kostar um 230 til 250 milljónir króna. Mismunurinn er því um 150-170 milljónir króna.
Í skýrslunni kemur fram að áhrif vegna beins rasks á hrauni og jarðmyndunum vegna línuvega meðfram loftlínum beggja valkosta verða minniháttar. Hins vegar mun landslagið í kringum svæðið breytast talsvert. Valkostur 1 breytir ásýnd svæðisins sem séð er frá Stampagígum og nokkuð frá Bæjarfelli. Lítil breyting verður á útsýni frá Valahnjúki, Gunnuhver og þjóðveginum austan Sýrfells. Valkostur 2 breytir landslagi einnig nokkuð séð frá þjóðveginum, lítið frá Valahnjúk, Bæjarfelli og Stampagígum og ekki frá Gunnuhver. Þessi áhrif eru talin afturkræf og umfang þeirra í heildina munu ekki valda miklum breytingum á landslaginu.
Gerð var könnun meðal ferðaþjónustuaðila sem ferðast með ferðamenn um Reykjanesið. Með hliðsjón af henni er það mat framkvæmdaraðila að breyting á legu háspennulínunnar mun ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustu á svæðinu. Á kynningarfundi Hitaveitu Suðurnesja um skýrsluna var gagnrýnt nokkuð að ekki nema tvö af þeim sjö fyrirtækjum sem könnunin var lögð fyrir voru af Suðurnesjum.
Að mati framkvæmdaraðila mun breyting á legu línunnar meðfram austanverðu Sýrfelli
vestur fyrir fellið ekki breyta þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar við skráningu svæðisins á náttúruminjaskrá og náttúruverndaráætlun.
Mat á umhverfisáhrifum er því að breyting á legu háspennulínunnar, hvort heldur valin verður valkostur 1 eða valkostur 2, hefur ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.