Takmarkað aðgengi við brottfararsal flugstöðvarinnar
Takmarkað aðgengi verður fyrir utan brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar vegna framkvæmda dagana 6. til 12. nóvember. Bætt verður við gönguþverun og þarf því á meðan að takmarka aðgengi að brottfararrennunni svonefndu fyrir utan brottfararsalinn.
Takmörkunin verður í gildi frá 6. nóvember næstkomandi til og með 12. nóvember. Í tilkynningu frá Isavia segir að framkvæmdirnar séu til að tryggja enn betur umferðaröryggi og öryggi gangandi farþega.
Á tímabilinu verður aðeins hægt að aka rútum, strætisvögnum og leigubílum um brottfararrennuna sem er rauðmerkt á svæðinu á myndinni hér fyrir neðan.