Taka verður tillit til heildarhagsmuna fremur en þröngra sjónarmiða hagsmunaaðila
Á fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar sem haldinn var í gær var eftirfarandi bókun gerð vegna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð:
Bæjarráð Sandgerðisbæjar fagnar því að skipuð hafi verið nefnd til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni um ákvarðanir þar um. Í málum sem tengjast orkuöryggi allrar þjóðarinnar og einstaka landssvæða er ljóst að taka verður tillit til heildarhagsmuna fremur en þröngra sjónarmiða hagsmunaaðila. Því er eðlilegt að heildræn stefnumótun fari fram í þessu mikilvæga málefni.