Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka vel í áhuga á Ísaga á Vogum
Miðvikudagur 14. október 2015 kl. 06:08

Taka vel í áhuga á Ísaga á Vogum

– fyrirséð er að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns

Ísaga ehf. hefur lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut í Vogum, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verksmiðju er lýst nánar.

Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þeirri breytingu sem fyrirséð er að gera þurfi á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi.

Bæjarráð Voga fagnaði á dögunum áhuga Ísaga ehf. og tekur jákvætt í erindið. Því var vísað til umfjöllunar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd, hvað varðar skipulagsþætti málsins. Þá hefur bæjarstjórn Voga nú samþykkt afgreiðslu bæjarráðs með öllum sínum sjö atkvæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024