Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka upp breska sjónvarpsmynd á Brautinni
Föstudagur 18. febrúar 2005 kl. 15:13

Taka upp breska sjónvarpsmynd á Brautinni

Nokkur viðbúnaður var á Reykjanesbraut í dag þar sem verið var að taka upp breska sjónvarpsmynd, The Girl in the Café, sem gerist að stórum hluta á Íslandi.

Röð glæsibíla í lögreglufylgd renndi eftir brautinni á meðan hún var mynduð úr þyrlu sem sveimaði yfir, en þessi taka var sú síðasta í röðinni hjá kvikmyndagerðamönnunum.

Kvikmyndafyrirtækið Pegasus sá um undirbúninginn hér á landi. Sagði einn starfsmanna í samtali við Víkurfréttir að um 30 manns hafi verið hér á landinu síðustu vikur og tekið upp í vonda veðrinu, en í dag hafi sem betur fer birt yfir.

VF-mynd/Þorgils Jónsson. Stund milli stríða í bækistöðvum kviokmyndagerðamanna í Kúagerði. Tökuþyrlan sést í baksýn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024