Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Taka upp Ástríði í MSS
Björn Hlynur Haraldsson var klár í tökur í dag. VF-Myndir/JJK
Föstudagur 25. janúar 2013 kl. 14:59

Taka upp Ástríði í MSS

Tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður hafa verið í fullum gangi í Reykjanesbæ í dag. Fyrsta þáttaröðin af..

Tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður hafa verið í fullum gangi í Reykjanesbæ í dag. Fyrsta þáttaröðin af Ástríði sló í gegn árið 2010 og nú er von á framhaldi.

Allar helstu stjörnur þáttarins voru saman komnar í Reykjanesbæ í dag en tökur fóru fram í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í Krossmóum. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Ilmur Kristjánsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Kjartan Guðjónsson, Rúnar Freyr Gíslason og Hilmir Snær Guðnason. Silja Úlfarsdóttir leikstýrir þáttunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit við í dag voru tökur í fullum gangi. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson var að gera sig kláran fyrir tökur þegar nokkrum myndum var smellt. Spennandi verður að sjá niðurstöðuna en þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 síðar á þessu ári.


Það er mikið umfang í tökum á sjónvarpsþætti eins og sjá má.