Taka undir þingsályktunartillögu
Skipulags- og bygginganefnd Voga tekur undir þingsályktunartillögu um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna milli höfuðborgarsvæðins og Keflavíkurflugvallar. Nefndin tekur í því sama streng um umhverfisnefndin í Vogum sem hefur lýst sig fylgjandi hugmyndinni. Er horft til þess að þessi samgöngumáti myndi stytta ferðatíma, draga úr mengun, spara orku og auka öryggi.