Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Taka undir fjárhagsáhyggjur íþróttahreyfingarinnar
Þriðjudagur 19. janúar 2021 kl. 10:17

Taka undir fjárhagsáhyggjur íþróttahreyfingarinnar

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekur undir fjárhagsáhyggjur forsvarsaðila íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ sem hafa orðið fyrir mjög miklu tekjufalli sökum Covid-19. Mikilvægt er að íþróttahreyfingin geti haldið áfram öflugum rekstri og sinnt iðkendum á eðlilegan máta.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur mikla áherslu á að þekking og reynsla þjálfara og starfsfólks innan hreyfingarinnar verði varin og störf þeirra tapist ekki. Ráðið leggur áherslu á að félögin sæki um þá styrki sem nú eru í boði af hálfu stjórnvalda og heitir samvinnu og stuðningi bæjarfélagsins eftir fremsta megni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einar Haraldsson, formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Garðar Newman, gjaldkeri aðalstjórnar Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Guðbergur Reynisson, formaður ÍRB, Ólafur Eyjólfsson, formaður UMFN og Jenný Lárusdóttir, framkvæmdastjóri UMFN, funduðu með íþrótta- og tómstundaráði á dögunum fóru yfir erfiða fjárhagsstöðu íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ.