Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka undir ályktun aldraðra um bráðavanda og Garðvang
Föstudagur 27. mars 2015 kl. 12:52

Taka undir ályktun aldraðra um bráðavanda og Garðvang

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs tekur undir ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Suðurnesjum þar sem fram kemur að skorað er á sveitarfélögin á Suðurnesjum að sameinast um að mesti bráðavandinn er varðar hjúkrunarrými verði leystur með nauðsynlegum breytingum á húsnæði Garðvangs, þannig að þar verði hægt að útbúa heimili fyrir 15-20 einstaklinga.

Ályktunin FEBS er í samræmi við bókun bæjarstjórnar á 134. fundar bæjarstjórnar Garðs þann 4. febrúar 2015 um sama málefni.
 
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024