Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka sýni gegnum bílglugga við HSS
Frá sýnatöku við Heilbreigðisstofnun Suðurnesja nú rétt fyrir hádegi.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 16. mars 2020 kl. 12:03

Taka sýni gegnum bílglugga við HSS

Hjúkrunarfræðingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa tekið fjölmörg sýni í morgun úr Suðurnesjamönnum vegna kórónaveirufaraldursins. Einstaklingum sem telja sig hafa komist í snertingu við eða umgengist smitaða einstaklinga hefur staðið til boða að koma og gefa sýni.

Sýnin eru tekin í gegnum bílglugga á bílastæði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fjölmargir nýttu sér þetta þjónustu í morgun og von er á öðrum hópi í kvöld til að gefa sýni, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024