Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Taka jákvætt í samningsdrög vegna Grænuborgarsvæðis í Vogum
Þriðjudagur 30. janúar 2018 kl. 14:51

Taka jákvætt í samningsdrög vegna Grænuborgarsvæðis í Vogum

Bæjarráð Voga tekur jákvætt í fyrirliggjandi samningsdrög varðandi Grænuborgarsvæðið í Vogum og fellst almennt á þær hugmyndir sem þar koma fram um breytingu á deiliskipulagi og áfangaskiptingu uppbyggingarinnar.

Fyrir liggur samþykkt kauptilboð í Grænuborgarsvæði, kaupendur hafa lagt fram drög að samkomulagi varðandi uppbyggingu og deiliskipulag svæðisins.
Bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins hefur verið falið að vinna áfram að málinu, í samstarfi aðila.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024