Taka hverfisstöð lögreglunnar á Ásbrú fagnandi
Íbúar á Ásbrú taka nýrri hverfislögreglustöð á Ásbrú fagnandi. Stöðin var formlega opnuð sl. laugardag og var íbúum á Ásbrú boðið í opið hús þar sem búnaður og tæki lögreglunnar voru til sýnis.
Mesta lukku hjá yngstu kynslóðinni gerðu Lúlli löggubangsi og Krissi lögga sem mættu á svæðið og kenndu umferðarreglur og sungu með börnunum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun hverfisstöðvarinnar sl. laugardag. Sjá einnig í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Viðvera lögreglu í hverfastöðvum á Suðurnesjum er:
Ásbrú: 09:00 – 13:00
Garður: 13:30 – 15:30
Grindavík: 09:00 – 17:00
Sandgerði: 08:00 – 16:00
Vogar: 13:30 – 15:30