Taka hart á geymslu flugelda í verkstæðishúsinu
Brunamálastjóri segir mjög líklegt að hart verði tekið á því broti að menn hafi geymt flugelda í verkstæðishúsinu sem brann í Njarðvík í nótt. Miklar sprengingar kváðu við þegar slökkvilið kom að brennandi verkstæðinu í nótt. Þar sprungu gaskútar og flugeldar, sem geymdir voru á verkstæðinu. Geymsla flugelda á slíkum stað er harðbönnuð.
Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan rúmlega hálf tvö og þegar komið var á staðinn skömmu síðar logaði upp úr þaki bifreiðaverkstæðis í húsinu. Skömmu síðar var verkstæðið alelda og miklar sprengingar kváðu við. Slökkvistarfi var að mestu lokið um klukkan hálf fimm í nótt en nokkurn tíma tók að slökkva til fulls.
Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan rúmlega hálf tvö og þegar komið var á staðinn skömmu síðar logaði upp úr þaki bifreiðaverkstæðis í húsinu. Skömmu síðar var verkstæðið alelda og miklar sprengingar kváðu við. Slökkvistarfi var að mestu lokið um klukkan hálf fimm í nótt en nokkurn tíma tók að slökkva til fulls.