Taka fyrir sameiningarmál í bæjarstjórnum í júní
Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, segir að efnisleg umræða um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs hafi ekki farið fram hjá sitjandi meirihluta í Sandgerði eða í bæjarstjórninni. Erindi Reykjanesbæjar verður á dagskrá bæjarstjórnar á reglubundnum fundi í júní.
Jónína Holm, forseti bæjarstjórnar Garðs, sagði að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðs komi saman til fundar í þessari viku og muni ræða erindið sen það verður svo tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í Garði þann 6. júní nk.