Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka ekki þátt í mótun starfsmannastefnu
Fimmtudagur 27. desember 2007 kl. 09:22

Taka ekki þátt í mótun starfsmannastefnu

H-listinn í Vogum hefur ákveðið að taka ekki þátt í vinnu við starfsmannastefnu sveitarfélagsins og hefur bæjarfulltrúi listans sagt sig úr stýrihópi verkefnisins.

Málið kom til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi í Vogum. Þar lagði bæjarfulltrúi H-listans, Inga Sigrún Atladóttir, fram bókun vegna málsins þar sem hún átelur vinnubögð við málið.

„Vinnubrögð þau sem hafa verið viðhöfð í undirbúningi að endurskoðun starfsmannastefnu sveitarfélagsins eru mér ekki að skapi.  Ítrekað hef ég gert athugasemdir við hönnun verkefnisins en ekki hefur verið tillit til þeirra. 
Í kjölfar kynningar bæjarstjóra á verkefninu á bæjarráðsfundi þann 11.desember skýrði ég afstöðu mína.  Ég mun því segja mig úr stýrihópi verkefnisins og tilkynni hér með að H-listinn hyggst ekki tilnefna mann í hópinn.  Um leið bið ég starfsmenn bæjarins að láta afstöðu H-listans ekki hafa áhrif á viðhorf sitt til verkefnisins," segir í bókun Ingu Sigrúnar.

Fram kom í umræðu um málið að sérstök spurningakönnun hafi ekki verið kynnt fyrir stýrihópnum áður en hún var lögð fyrir. Við það var Inga Sigrún m.a. ósátt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024