Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka ekki á móti syngjandi börnum
Þriðjudagur 16. febrúar 2021 kl. 09:41

Taka ekki á móti syngjandi börnum

Í ljósi þessara tilmæla munu stofnanir Reykjanesbæjar, svo Ráðhús, söfn, íþróttamannvirki og félagsmiðstöð ekki taka á móti syngjandi börnum þetta árið á öskudag en Reykjanesbær hvetur alla til að njóta dagsins saman á sínum heimavelli.

Almannavarnir, embætti landlæknis og samtökin Heimili og skóli hafa sent frá sér auglýsingu þar sem hvatt er til þess að öskudagur verði haldinn á annan hátt en vant er. Lagt er til að börn geri sér dagamun í sínu nærumhverfi svo sem í skólanum eða í frístundargæslunni m.a. með því að mæta í búningum. Einnig er hvatt til þess að gamlar hefðir verði endurvaknar, svo sem öskupokagerð og að slá köttinn úr tunnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað það varðar að ganga á milli húsa eða fyrirtækja til að syngja fyrir sælgæti er lagt til að það sé gert með skipulögðum hætti t.d. með því að foreldrafélög haldi utan um hvar sé hægt að koma saman og syngja fyrir sérinnpakkað nammi.