Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Tafir við vegabréfaskoðun
    Úr landamæraeftirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærdag. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Tafir við vegabréfaskoðun
    Lögreglumaður við vegabréfaskoðun í flugstöðinni í gær.
Föstudagur 16. október 2015 kl. 12:33

Tafir við vegabréfaskoðun

– vegna verkfalls og veikinda

Búast má við töfum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag vegna verkfalls landamæravarða og veikinda lögreglumanna. Nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Tafirnar verða við vegabréfaskoðun í hliðum fyrir Ameríkuflug og einnig vegna flugs til Bretlands.

Tafir sem urðu í gær voru frá hálftíma upp í klukkustund. Farþegar þurfa samt ekki að óttast að flugvélar fari á undan þeim en flugfélögin bíða eftir öllum farþegum sem tefjast við vegabréfaskoðunina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024