Tafir við framkvæmdir koma niður á þjónustu Sandgerðishafnar

Hafnarráð Sandgerðishafnar lýsti á fundi sínum í lok febrúar vonbrigðum með tafir sem orðið hafa á framkvæmdum við Suðurgarð Sandgerðishafnar. Þar er unnið að endurbótum m.a. með því að reka niður nýtt stálþil.
 
Á fundinum var farið yfir framgang framkvæmda við Suðurgarð. Verkið hefur tafist og ekki gengið eins og upp var lagt með. Hafnarráð lýsir vonbrigðum með tafir verksins, sem kemur niður á þjónustu hafnarinnar og starfsemi.