Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tafir vegna sprengjuhótunnar
Myndir frá Leifsstöð í morgun. VF Mynd Páll Ketilsson
Fimmtudagur 16. ágúst 2012 kl. 07:36

Tafir vegna sprengjuhótunnar

Vélin sem er af gerðinni Airbus A330 var á leið frá New York til Moskvu neyddist til þess að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar sem barst til vélarinnar en 253 farþegar eru um borð.

Miklar  tafir hafa orðið á flugi í Leifsstöð vegna neyðarlendingar rússneskrar Airbus flugvélar þar nú í morgun. Tafir eru á afgreiðslu og vopnaleit því starfsfólk hefur þurft að sinna öðrum erindum vegna hættuástands.

Vélin sem er af gerðinni Airbus A330 var á leið frá New York til Moskvu neyddist til þess að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar sem barst til vélarinnar en 253 farþegar eru um borð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mesta hættustig er á flugvellinum og auk þess er lögregla með mikinn viðbúnað. Farþegar hafa verið fluttir frá borði og nú stendur yfir sprengjuleit.