Tafir vegna slitinna víra
Framkvæmdir við björgun togskipsins Guðrúnar Gísladóttur af hafsbotni komust aftur í fullan gang á fimmtudag eftir nokkurra daga töf vegna slitinna víra. Nokkra daga tók að fá senda nýja. Óhagstætt veður tefur einnig aðgerðir."Við erum ekkert að gefast upp og erum að nálgast að klára þessa fyrri aðför," segir Haukur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur, sem keypti skipið. Að hans sögn verður fyrsta áfanga verksins, sem felst í því að reisa skipið við, fljótlega lokið.