Tafir á tengingum vatnslagnar við Hafnavegamót
— Fullur þrýstingur um kl. 13
Eins og flestir hafa tekið eftir hafa orðið tafir á því að kalda vatnið komist á í Keflavík, Njarðvík og Sandgerði.
„Nú stendur til að opna fyrir rennsli klukkan 11:45 og fullur þrýstingur kominn á um klukkan 13:00,“ segir á heimasíðu HS Veita.
Þegar vatnið fer að renna aftur má búast við einhverjum óhreinindum í vatninu. Þá er gott ráð að láta það renna aðeins til að losa út óhreinindi og eins gæti komið til að hreins þurfi síur í blöndunartækjum.