Tafir á Njarðarbraut vegna framkvæmda
Malbik á Njarðarbraut, á milli gatnamóta við Grænásbraut og að hraðahindrun við gömlu steypustöðina, verður fræst í dag. Því má búast við töfum á umferð. Á vef Reykjanesbæjar eru vegfarendur beðnir um að sýna umburðarlyndi á meðan á framkvæmdum stendur.