Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 15. janúar 2002 kl. 17:16

Tæplega 80 námskeið í boði hjá Miðstöð símenntunar

Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurrnesjum kom út í dag. Boðið er upp á tæplega áttatíu námskeið hjá MSS á vormisseri 2002. Námskránni er dreift í öll hús og fyrirtæki á Suðurnesjum.Að sögn Skúla Thoroddsen, forstöðumanns MSS er sem fyrr lögð áhersla á að bjóða einstaklingum upp á námskeið til að auka persónulega hæfni og starfstengd námskeið í samvinnu við atvinnulífið á Suðurnesjum. Þá eru tómstunda-, tungumála- og tölvunámskeið í boði áfram á vormisseri sem hingað til. Af námskeiðum fyrir fyrirtækin má nefna umhverfisnámskeið og námskeið um stjórnun, frammistöðu, árangur, starfsánægju og starfshvatningu. Um þrettánhundruð einstaklingar sóttu námskeið MSS á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og árið áður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024