Fréttir

Tæplega 80 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum í júlí
Fimmtudagur 18. ágúst 2016 kl. 06:00

Tæplega 80 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum í júlí

Fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum hefur verið með líflegasta móti undanfarin misseri. Í júlí síðastliðnum var 78 kaupsamningum þinglýst, samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár. Þar af voru 35 kaupsamningar um eignir í fjölbýli, 37 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.288 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,3 milljónir króna.

Af þessum 78 voru 52 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af var 31 samningur um eignir í fjölbýli, 15 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.648 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,7 milljónir króna.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Á Norðurlandi var 100 kaupsamningum þinglýst í júlí, á Suðurlandi 98, á Vesturlandi 52, á Austurlandi 38 og á Vestfjörðum voru kaupsamningarnir 10.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25