Tæplega 200 Land Cruiser 90 bílar á Suðurnesjum
Skráðir Land cruiser 90 bílar á Suðurnesjum eru í dag rétt tæplega 200 og er án efa fjölmennasti jeppinn á götunum og sennilega með fjölmennustu tegundum á heildina yfir allar gerðir bíla. Ævar Ingólfsson, eigandi Toyota-salarins í Njarðvík segir að strax þegar Land Cruiser 90 kom á markaðinn árið 1996 hafi hann hlotið feikna góðar viðtökur. Bíllinn hefur ekki breyst mikið síðan þá en alltaf selst vel. „Ástæðan fyrir velgengni bifreiðarinnar er augljós. Þetta er góður bíll með fáa eða eins og ég myndi segja, nánast enga veikleika. Nýi bíllinn með þetta útlit og nýjungar í búnaði er frábær. Allir sem prófa bílinn eru sammála því, hvort sem þeir kaupa hann eða ekki. Eitt aðalsmerkja okkar og Toyota er síðan þjónustan. Við leggjum mikið upp úr henni“, sagði Ævar sem hóf bílaferil sinn hjá Bílasölu Brynleifs. Hann keypti síðan bílasöluna af Brynleifi Jóhannessyni sem er þó enn að vinna við bíla hjá Ævari.
VF-ljósmynd: Nýji Land Cruiser 90 bíllinn.
VF-ljósmynd: Nýji Land Cruiser 90 bíllinn.