Tæpar 49 milljónir í fjárhagsaðstoð í nóvember og desember
Í nóvember 2020 fengu 148 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 25.588.850. Í sama mánuði 2019 fengu 103 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 12.671.775.
Í desember 2020 fengu 145 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.087.639. Í sama mánuði 2019 fengu 129 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 19.932.826.
Í nóvember 2020 fengu alls 248 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.288.755. Í sama mánuði 2019 fengu 203 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 2.650.654.
Í desember 2020 fengu alls 247 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.464.589. Í sama mánuði 2019 fengu 216 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 2.789.383.
Í desember voru 33 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. Nítján erindi voru samþykkt, sex erindum var synjað og átta erindum frestað.