Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tæp 7% Suðurnesjamanna höfðu kosið á hádegi
Laugardagur 26. júní 2004 kl. 13:23

Tæp 7% Suðurnesjamanna höfðu kosið á hádegi

Alls höfðu 6,9% Suðurnesjamanna kosið klukkan 12 á hádegi í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Er kjörsókn á fyrstu þremur klukkustundunum mun minni nú en í forsetakosningunum fyrir 8 árum.
Alls eru 11.825 einstaklingar á kjörskrá á Suðurnesjum og höfðu 818 af þeim kosið klukkan 12 á hádegi.
Í Garði höfðu 85 kosið klukkan 12 sem samsvarar um 10% af einstaklingum á kjörskrá sem eru 842. Í Reykjanesbæ höfðu 6,6% kosningabærra manna kosið klukkan 12 eða 518 manns en 7857 eru á kjörskrá. Í Sandgerði höfðu 65 kosið af 905 sem eru á kjörskrá eða 5,9%. Í Grindavík var kjörsókn 6,7% en þar höfðu 108 kosið af 1609 sem á kjörskrá eru. Í Vogum á Vatnsleysuströnd höfðu 42 kosið af 612 sem eru á kjörskrá eða um 6,8%.
Kjörstaðir á Suðurnesjum verða allir opnir til klukkan 22 í kvöld og er gert ráð fyrir að fyrstu tölur verði þá kynntar.

Myndin: Kosið í Heiðarskóla í morgun. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024