Laugardagur 27. maí 2006 kl. 12:55
Tæp 18% búin að kjósa í Sandgerði
Tæplega 18% þeirra sem eru á kjörskrá í Sandgerði hafa kosið eða 183 manns. Alls eru 1029 á kjörskrá í Sandgerði og sagði Guðjón Þ. Kristjánsson, formaður kjörstjórnar í Sandgerði, að vanalega kæmi smá gusa í kringum hádegi og svo myndi umferðin á kjörstað aukast í kringum fimm leitið.