Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tæp 100 tonn af sorpi síðustu tvo daga
Föstudagur 4. janúar 2013 kl. 09:43

Tæp 100 tonn af sorpi síðustu tvo daga

- lokið við að hreinsa allt upp í Njarðvík fyrir hádegi í dag.

„Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir þegar svona langur tími líður á milli losanna eins og gerst hefur nú vegna Stórubrandajóla,“ segir Sigmar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri HP Gáma, sem annast sorphirðu á Suðurnesjum. Síðustu tvo daga hafa verið hreinsuð upp tæp 100 tonn af sorpi sem er langt umfram það sem venjulegt er.

„Okkur hefur tekist að halda áætlun samkvæmt sorphirðudagatalinu með því að bæta við sorphirðubíl og auka mannskap,“ segir Sigmar en lokið verður við að hreinsa allt upp í Njarðvík fyrir hádegi í dag, föstudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigmar vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem liðkað hafa til við sorphirðuna með því að setja auka sorp í svarta ruslapoka eða liðka til á annan hátt.