Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tælenskt á Hafnargötu 17?
Hafnargata 17 í Keflavík. Lovely Thai Restaurant ehf. óskar eftir að opna þar veitingastað.
Mánudagur 17. október 2016 kl. 11:10

Tælenskt á Hafnargötu 17?

Lovely Thai Restaurant ehf. hefur óskað eftir leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 17 í Keflavík. Húsnæðið hefur staðið í nokkur misseri en þar var áður skyndibitastaðurinn Olsen Olsen.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sendi erindi um veitingahúsareksturinn til Reykjanesbæjar og hefur bæjarráð samþykkt erindið fyrir sitt leyti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024