Tækjaþjófar á ferðinni
Lögreglunni á Suðurnesjum var um helgina tilkynnt um þjófnað úr gámi á gámasvæði í Grindavík. Búið var að brjóta upp hengilás á gámnum og stela úr honum veltisög og tveimur borvélum.
Þá var tilkynnt um innbrot í skemmu, þar sem geymdar eru bifreiðar og bátar og fleira. Stolið hafði verið bakkmyndavél úr einni bifreiðanna, bakkmyndavél og útvarpi úr annarri og tækjum og tólum af bát. Lögregla rannsakar málin.