Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tækjabíll slökkviliðs verði ávallt kallaður út
Þriðjudagur 27. júní 2017 kl. 17:35

Tækjabíll slökkviliðs verði ávallt kallaður út

- í umferðaróhöpp á vatnsverndarsvæði í lögsögu Grindavíkur

Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar leggur til við almannavarnarnefnd Grindavíkur að tækjabíll Slökkviliðs Grindavíkur verði ávallt kallaður út þegar umferðaróhöpp verða innan vatnsverndarsvæðis í lögsögu Grindavíkurbæjar, þá sérstaklega á Grindavíkurvegi. 
 
Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar í síðustu viku þar sem því var vísað til almannavarnarnefndar til frekari afgreiðslu.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024