Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tækifærin eru hvergi meiri
Kjartan Þór Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kadeco.
Föstudagur 4. ágúst 2017 kl. 09:00

Tækifærin eru hvergi meiri

„Nú eru skemmtileg tímamót og mjög ánægjulegar breytingar. Það eru tæp 11 ár síðan ég tók að mér það hlutverk að leiða Kadeco. Þótt þetta sé langur tími þá hafa þau liðið hratt og mikið gerst á þessum tíma. Ég er gríðarlega þakklátur öllu því fólki sem ég hef unnið með að þessu umfangsmikla þróunarverkefni og þeirra stóra þætti í þeim árangri sem náðst hefur,“ segir Kjartan Þór Eirísson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, á fésbókarsíðu sinni þar sem hann ávarpar vini sína. Kjartan lét af störfum nú um mánaðamótin.
 
Kjartan segir einnig: „Mínu hlutverki á þessum vettvangi, í þessu risavaxna þróunarverkefni sem á sér engin fordæmi hér á landi, er því lokið. Aðrir munu taka við og sumir sem unnið hafa að verkefninu við nýjum hlutverkum. Ég óska þeim alls góðs og vona að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað á svæðinu muni halda áfram og blómstra um ókomin ár“.
 
Kjartan Þór endar svo pistilinn á orðunum að framtíðin er björt og tækifærin eru hvergi meiri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024