Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tækifæri fyrir heilsutengda starfsemi  á vegum einkaaðila á svæðinu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 20. mars 2023 kl. 06:27

Tækifæri fyrir heilsutengda starfsemi á vegum einkaaðila á svæðinu

Hönnun sundlaugarsvæðis og aðliggjandi mannvirkja var til umfjöllunar á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur. Ábendingar sem bárust í kjölfar kynningarfundar með íbúðum, sem haldinn var nýverið, voru lagðar fram. Forstöðumaður íþróttamannvirkja og framkvæmdastjóri UMFG sátu fundinn undir þessum lið.

Nefndin álítur að með fjölgun íbúa, og samhliða mikilli uppbyggingu á sundlaugarsvæðinu, ætti að skapast tækifæri fyrir heilsutengda starfsemi á vegum einkaaðila á svæðinu. Nefndin vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024