Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Systkini inn og út úr bæjarstjórn
Mánudagur 31. maí 2010 kl. 14:55

Systkini inn og út úr bæjarstjórn

Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, ætlar að víkja sem oddviti flokksins og mun ekki taka sæti í bæjarstjórn á nýju kjörtímabili.


Segist hún gera þetta í ljósi hins mikla fylgistaps, sem flokkurinn varð fyrir í sveitarfélaginu en Sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins einn bæjarfulltrúa kjörinn en hafði fjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á sama tíma og Sigrún hættir á Akureyri tekur bróðir hennar sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Það eru því mikil pólitísk tíðindi í fjölskyldu þeirra Sigrúnar og Kristins í þessum sveitarstjórnarkosningum.