Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýslumaðurinn í Keflavík: óheppilegt að hermenn sýni vopn sín utan varnarsvæðis
Mánudagur 10. maí 2004 kl. 16:29

Sýslumaðurinn í Keflavík: óheppilegt að hermenn sýni vopn sín utan varnarsvæðis

Sýslumaðurinn í Keflavík hefur sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem varðstaða vopnaðra hermanna utan varnarsvæðis er gagnrýnd. Sýslumaður gagnrýnir sérstaklega varðstöðu hermanns sem var í pallbíl við kirkjugarð Keflavíkur við gatnamót Stakksbrautar og Garðvegar. Hermaðurinn var vopnaður vélbyssu, en fleiri vopnaðir hermenn voru á svæðinu við Helguvíkurhöfn, ýmis utan eða innan varnarsvæðis.

Í bréfi Sýslumanns kemur fram að börn hafi sést á hafnarkantinum í Helguvík þar sem loðnuskip landa að jafnaði og segir í bréfinu að varðstaðan hafi valdið Suðurnesjamönnum óróa. „Óheppilegt er að hermenn sýni vopn sín innan um almenning eða þannig að almenningur verði var við þau. Breytir þar engu hvort hermenn eru innan eða utan samningssvæða. Varðstaða utan samningssvæðanna ætti að vera í höndum íslenskra yfirvalda,“ segir í lok bréfsins.

Sýslumaðurinn í Keflavík hafði árið 1993 afskipti af svipuðum toga er hermenn varnarliðsins keyrðu um Keflavík vopnaðir vélbyssum.

VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024