Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýslumaður Ísfirðinga: Ekkert plott í gangi
Föstudagur 21. apríl 2006 kl. 11:51

Sýslumaður Ísfirðinga: Ekkert plott í gangi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, segir það aldrei hafa komið til tals að hún taki við starfi sýslumannsins í Keflavík þegar Jón Eysteinsson lætur af störfum. Sigríður Björk er eiginkona séra Skúla Sigurðar Ólafssonar, sem hefur verið skipaður sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli.

Orðrómur um að Sigríði Björk sé ætlað embætti sýslumanns í Keflavík er hávær hér í Reykjanesbæ. Sigríður Björk segir að þetta hafi ekki verið rætt við sig og hún hafi í raun ekki heyrt á þetta minnst. "Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið" sagði Sigríður Björk í samtali við Víkurfréttir í morgun.

Sigríður sagðist frábiðja sér að nafn hennar eða fjölskyldu hennar sé dregið inn í þær deilur sem nú eiga sér stað í Keflavíkursókn, enda beiti þau hjón ekki ómálefnalegum aðferðum eða óheilindum, eins og ferill þeirra hljóti að sýna, sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024