Sýningin Betri bær opnar í Kjarna
Reykjanesbær mun í samvinnu við Arkitektastofu Suðurnesja, Upplýsingamiðstöð Reykjaness, Vegagerðina og samtakanna Betri Bær, standa að sýningu á hönnun og hugmyndum að betri bæ, í Kjarna í Reykjanesbæ. Sýningin hefst með formlegri opnun laugardaginn 22. nóvember kl.14.00 og lýkur sunnudaginn 30. nóvember.
Tilgangur sýningarinnar er hugvekja um betri bæ en á sýningunni verður settur upp hugmyndabanki þar sem allir eru hvattir til að koma með hugmyndir og leggja þar með sitt af mörkum í uppbyggingu bæjarins.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Reykjanesbæ á undanförnum misserum og má þar nefna endurbyggingu Hafnargötu, aðkomu að bæjarfélaginu sem og uppfyllingu við Ægisgötu, endurbætur á Gamla bænum og umhverfi Duushúsa. Tvöföldun Reykjanesbrautar og tengingar bæjarins við hana skiptir höfuðmáli þegar til framtíðar er litið og síðast en ekki síst samband bæjarbúa við allar þær náttúruperlur sem eru nánast í göngufæri.
Ýmsar hugmyndir eru fylgifiskur slíkra framkvæmda, sumar er búið að ákveða en aðrar eru á hugmyndastigi. Sýningin gefur íbúum kost á að leggja inn sínar eigin hugmyndir og taka þátt í mótun síns bæjarfélags.
Tilgangur sýningarinnar er hugvekja um betri bæ en á sýningunni verður settur upp hugmyndabanki þar sem allir eru hvattir til að koma með hugmyndir og leggja þar með sitt af mörkum í uppbyggingu bæjarins.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Reykjanesbæ á undanförnum misserum og má þar nefna endurbyggingu Hafnargötu, aðkomu að bæjarfélaginu sem og uppfyllingu við Ægisgötu, endurbætur á Gamla bænum og umhverfi Duushúsa. Tvöföldun Reykjanesbrautar og tengingar bæjarins við hana skiptir höfuðmáli þegar til framtíðar er litið og síðast en ekki síst samband bæjarbúa við allar þær náttúruperlur sem eru nánast í göngufæri.
Ýmsar hugmyndir eru fylgifiskur slíkra framkvæmda, sumar er búið að ákveða en aðrar eru á hugmyndastigi. Sýningin gefur íbúum kost á að leggja inn sínar eigin hugmyndir og taka þátt í mótun síns bæjarfélags.