Sýningarskálinn teiknaður á ælupoka frá Icelandair
Eins og greint hefur verið frá hér á vf.is þá var Skáli Íslendings formlega vígður í dag, 17. Júní. Skálinn er á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem rísa Víkingaheimar. Guðmundur Jónsson, arkitekt hússins, útskýrði sína sýn á framkvæmdina við athöfnina í dag. Guðmundur er starfandi í Noregi og flaug reglulega á milli Noregs og Íslands með Icelandair. Þannig urðu margar hugmyndir ljóslifandi á ælupokum um borð í flugvélunum, en Guðmundur notaði pokana mikið til að teikna á þá á leiðinni yfir hafið. Meðfylgjandi myndir voru teknar við Vígsluna í dag þar sem Guðmundur sýndi viðstöddum einn ælupokann.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson